Jújú, ég hélt ég myndi enda sem hin fullkomna húsmóðir að baka smákökur fyrir föndurdútlið hennar Gróu sem er í kvöld. En neeei, ég KEMST EKKI!!! Það er KÓRæfing frá átta til svona, ja við skulum segja miðnættis. Svo þegar ég var að kvarta við hina elskulegu Karólínu mína yfir því að ég hefði ekkert að gera í gærkveldi þá hringir ekki nema Sunna, kvennógellan, í mig og biður mig um að koma í krínluna! Og það gerðum við og ég fékk ÍS!!! :P (þetta er svona broskall með tunguna útúr sér). Já, það er gaman í jólafríi.
skrifað af Runa Vala
kl: 16:07
|